Grunnnámið tekur tvö ár en að því loknu má innritast í sérnám í ofantöldum greinum. Nám í rafiðngreinum er mjög góður undirbúningur fyrir háskólagreinar á borð við rafmagnstæknifræði eða rafmagnsverkfræði og þarf þá að bæta við rafiðnnámið áföngum í stærðfræði og tungumálum til að ljúka stúdentsprófi.
Um tvær leiðir er að ræða í náminu, verknámsleið í skóla eða samningsbundið iðnnám hjá meistara.
Auk löggiltra rafiðngreina eru tæknigreinar á borð við sýninga- og viðburðastjórnun, hljóðvinnslu, ljós, fjarskipti og margmiðlun.