FYRIRMYND Í FAGINU

Ásbjörn Eðvaldsson (2019)

Rafeindavirki

Upplifun af námi

Námið er skemmtilegt en krefjandi á sama tíma. Verkefnin eru mörg en þó skemmtileg. Einnig er hægt að stjórna því svolítið hversu hratt maður vill haga náminu með því að klára verkefni fyrr og byrja strax á næsta. Skemmtilegt fannst mér einnig að geta valið til dæmis lokaverkefni eftir eigin áhuga, en það varð til þess að ég vildi leggja meiri metnað í verkefnið sem gerði það enn skemmtilegra fyrir vikið.

Helstu kostir við starfið

Starfið hjá Brimrún er mjög fjölbreytt og skemmtilegt. Vinnuumhverfið er mjög fjölbreytilegt, en það getur verið alveg frá skrifstofuvinnu yfir í að vera kominn um borð í stór skip, upp á möstur eða niður í kjöl að setja upp ný siglingatæki og/eða laga eldri. Starfið er einnig krefjandi því það krefst bæði hugsunar og þekkingar, en auðvitað er dagamunur í þessu starfi eins og í öllum öðrum.

Ástæða fyrir starfsvali

Ég ákvað að sækja um þetta starf því mér líkar við fjölbreytta og krefjandi vinnu. Ég vil geta farið í vinnuna á daginn og ekki gera alltaf nákvæmlega sömu hluti og ég gerði í gær. Einnig er það mikill kostur að fá að vinna úti yfir sumarið, því eins og allir vita þá er Ísland ekki með bestu veðráttuna, nema akkúrat yfir hásumarið.

Hvað hefur komið mest á óvart

Það sem hefur komið mér mest á óvart er hversu mikið þarf að læra í vinnunni sjálfri, og að í þessum geira er maður alltaf að læra eitthvað nýtt. Skólinn undirbjó mann kannski ekki akkúrat undir þetta starf sem ég er í, en hann er mjög góður grunnur sem auðvelt er að byggja ofan á. Eins kom mér mjög á óvart hvað rafeindavirkja markaðurinn á Íslandi er stór, og að vita að það vantar sífellt fleira fólk með rafeindavirkjunar menntun í allskonar störf út um allt land. Þriðja sem ég hef tekið eftir er að rafeindavirkjun er meiri „útivinna“ en ég bjóst við, ég hef unnið á tveimur vinnustöðum sem rafeindavirki, og á báðum stöðum var farið mjög mikið út af verkstæðinu og unnið, bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga.

Framtíðarplön

Fyrsta mál á dagskrá framtíðarinnar er að klára MSc í rafmagnsverkfræði. Eftir að því líkur eru plönin mín nánast engin. Ég mun ekki vita hvort ég vil vinna sem rafeindavirki eða verkfræðingur, eða hvort ég mun búa á Íslandi jafnvel! Eitt veit ég þó og það er að ég mun enda í fjölbreyttu starfi þar sem útivinna kemur fyrir, og ef það hljómar ekki eins og rafeindavirkjun, þá veit ég ekki hvað gerir það!

Lauk sveinsprófi í veggfóðrun og dúkalögn 2023
Ingunn Björnsdóttir
Klæðskeri
Elín Pálsdóttir (2021)
Húsasmiður
Númi Kárason (2019)
Bakari
Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir (2019)
Vél- og rafvirki - og nemi í tölvunarfræði
Daníel Guðjónsson (2022)
Grafískur miðlari
Björk Marie Villacorta (2020)
Nemi í bílamálun
Alexander Arason (2021)
Rafeindavirki
Ásbjörn Eðvaldsson (2019)
Snyrtifræðingur
Magnea Óskarsdóttir (2020)