Mín framtíð

Næsta mót

00
Dagar
|
00
Klst
|
00
Mín
|
00
Sek

Framhaldsskólakynning og Íslandsmót iðn- og verkgreina

Kynntu þér nám í framhaldsskóla á „Minni framtíð“

Dagana 13.–15. mars 2025 fer fram stóra framhaldsskólakynningin Mín framtíð í Laugardalshöllinni.

Hefur þú áhuga á stærðfræði? Undrum geimsins? Fjármálum? Kvikmyndatækni, listum, bílum eða matreiðslu? Öll ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á því yfir þrjátíu ólíkir skólar kynna námsframboð sitt.

Gert er ráð fyrir að á bilinu 9.000 til 10.000 grunnskólanemendur mæti á viðburðinn en öllum nemendum 9. og 10. bekkjar er boðið.  

Á sama tíma heldur Verkiðn Íslandsmót iðn- og verkgreina, þar sem keppendur reyna á hæfni sína í krefjandi verkefnum. Keppt hefur verið í 20 – 27 greinum hverju sinni og takast keppendur á við krefjandi og raunveruleg verkefni í samkeppni sem reynir á hæfni, skipulagshæfileika og fagmennsku.

Þessi spennandi viðburður og framhaldsskólakynningin Mín framtíð er haldinn í samvinnu við Mennta- og barnamálaráðuneytið, sveitarfélög og fagfélög iðn- og starfsgreina. Þetta er einstakt tækifæri til að skoða námsleiðir framhaldsskólana, kynnast iðngreinum, spjalla við nemendur skólanna og jafnvel prófa handtökin sjálf.

Á fjölskyldudegi, lokadegi mótsins, verður skemmtileg dagskrá í boði fyrir alla fjölskylduna. Þar er lögð áhersla á að kynna mikilvægi þess að hver og einn eigi kost á því að velja sér nám við hæfi. Sérstök áhersla á Mín framtíð 2025 er á mikilvægi iðn- og verkgreina og svokallaðra Steam-greina; vísindi, tækni, verkfræði, listsköpun og stærðfræði.  #mínframtíð

Mín framtíð 2025

Mín framtíð 2023

Mín framtíð 2019

Mín framtíð 2017

Íslandsmót iðn- og verkgreina 2014

Íslandsmót iðn- og verkgreina 2012

Íslandsmót iðn- og verkgreina 2010

Mótin 2005 – 2008

Worldskills

Alþjóðlega Worldskills hreyfingin var stofnuð eftir seinni heimsstyrjöldina og var ætlað að skapa ný tækifæri fyrir ungt fólk í löndum þar sem vinnumarkaður var óstöðugur og einkenndist af skorti á færu vinnuafli.

Í dag eru 85 lönd og landsvæði hluti af hreyfingunni og flest þeirra halda einnig landskeppnir og senda ungt fólk til þátttöku í stærri keppnir í sínum heimshluta á borð við EuroSkills. Ísland hefur átt hlut að WorldSkills frá 2007 fyrir tilstilli Verkiðnar sem heldur Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynninguna Mín framtíð annað hvert ár.

Ísland tekur eins og önnur þátttökulönd þátt í alþjóðasamstarfi og sendir keppendur bæði á EuroSkills og WorldSkills. Keppendur í WorldSkills mega ekki vera eldri en 22 ára á keppnisárinu. Á þessu eru fáeinar undantekningar, til dæmis í flugvirkjun og vélfræði (mechatronics) en þar er aldurstakmarkið bundið við 25 ár.

WorldSkills hefur verið haldið á tveggja ára fresti og oft eru samhliða keppninni haldnar stórar ráðstefnur og málþing sem tengjast iðnnámi og þróun iðn- og verkgreina. World Skills keppnir voru haldnar með reglulegu millibili allt til ársins 2020 þegar Covid-19 heimsfaraldurinn riðlaði skipulaginu.

Næsta WorldSkills mót verður haldið með hefðbundnu sniði árið 2024 í Lyon, Frakklandi. Sjá meira um WorldSkills hér

Euroskills

EuroSkills keppnin er haldin annað hvert ár á móti WorldSkills keppninni.

Keppendur koma víða að frá Evrópulöndunum, eru 25 ára og yngri og geta sveinar jafnt sem nemar tekið þátt.

Keppnin í Evrópu er mikilvæg fyrir framþróun í iðnaði og iðn -og verknámi. Hvert þátttökuland keppist um að þróa færni sína í hverri grein. Hún stuðlar einnig að starfsþróun þeirra iðn- og verkgreinakennara sem taka þátt í þjálfun ungmenna sem keppa. 

Keppnin er haldin af WorldSkills Europe sem er hluti af alþjóðlegu WorldSkills hreyfingunni og hefur það að markmiði að kynna iðn- og verknám og möguleika þess. Samtökin vinna markvisst með stjórnvöldum og iðnaði til að undirbúa samfélagið undir störf framtíðarinnar.

Ísland hefur tekið þátt í keppninni frá árinu 2007 fyrir tilstilli Verkiðnar sem eru samtök stofnuð um keppnir í iðn- og verkgreinum á Íslandi. Meginstarfsemi Verkiðnar sem systursamtök okkar kalla SkillsIceland er að:

  •  auka sýnileika iðn- og starfsmenntunar
  • bæta ímynd iðn- og verkgreina
  • halda Íslandsmót iðn- og verkgreina annað hvert ár
  • vekja athygli á tækifærum sem felast í námi og störfum í þessum greinum
  • vera samstarfsaðili við EuroSkills og WorldSkills

Fréttir

Verkidn-9815-Mín Framtíð 2025-Glærugrunnur_auka

Mín framtíð 2025 – keppnis- og sýningargreinar

Glærugrunnur_tákn-1

Mín framtíð 2025 í Laugardalshöll

Karsnes

Framtíðarstarfið

Mín framtíð 2023 verðlaunaafhending hár

Sigurvegarar Íslandsmóts iðn- og verkgreina 2023

Verkiðn-7975-myndir-06

Mín framtíð – Opnunartími og dagskrá

Verkidhn-7975-myndir-12

Keppnisgreinar á Mín framtíð 2023

Verkiðn-7975-myndir-05_edited

Keppt í 22 faggreinum

EuroSkills_Gdańsk_2023_Twitter

Ellefu íslenskar greinar á Euroskills

Islandsmot_23

Mín framtíð 2023 í Laugardalshöll